• þri. 09. ágú. 2022
  • Mótamál

Úrslitakeppni 4. deildar karla er framundan – Svona fer hún fram

Í ár skiptist 4. deild karla í fimm riðla í stað fjögurra eins og undanfarin ár. Í A, B og C riðlum eru átta lið og spiluð er tvöföld umferð, sem þýðir 14 leikir á hvert lið. Í D og E riðlum eru sex lið og spiluð er þreföld umferð, sem þýðir 15 leikir á hvert lið. Átta lið komast í úrslitakeppnina.

Þau lið sem komast í úrslitakeppni 4. deildar eru:

  • Sigurvegarar í öllum riðlum (5 lið).
  • Liðið með bestan árangur í 2. sæti* (1 lið).
  • Síðustu tvö sætin ráðast í umspili liðanna í 2. sæti, árangur 2-5.

Þau lið sem lenda í 2. sæti í sínum riðli og eru ekki það lið sem var með bestan árangur í 2. sæti fara í umspil um laust sæti í úrslitakeppninni. Í umspili eru spilaðir tveir leikir, heima og heiman.

*Meðalfjöldi stiga og markahlutfall pr. leik.

Svona fer umspilið fram:

Umspil um laust sæti í 8-liða úrslitum – Fyrri leikir

L1) 2. sæti (lið með fjórða besta árangur) - 2. sæti (lið með næst bestan árangur)

L2) 2. sæti (lið með fimmta besta árangur) - 2. sæti (lið með þriðja besta árangur)

Umspil um laust sæti í 8-liða úrslitum – Seinni leikir

L1) 2. sæti (lið með næst bestan árangur) - 2. sæti (lið með fjórða besta árangur)

L2) 2. sæti (lið með þriðja besta árangur) - 2. sæti (lið með fimmta besta árangur)

8-liða úrslit – Fyrri leikir

L3) Sigurvegari úr L2 - 1. sæti (lið með bestan árangur)

L4) Sigurvegari úr L1 - 1. sæti (lið með næst besta árangur)

L5) 2. sæti (lið með bestan árangur) - 1. sæti (lið með þriðja besta árangur)

L6) 1. sæti (lið með fimmta besta árangur) - 1. sæti (lið með fjórða besta árangur)

8-liða úrslit – Seinni leikir

L3) 1. sæti (lið með bestan árangur) – Sigurvegari úr L2

L4) 1. sæti (lið með næst bestan árangur) – Sigurvegari úr L1

L5) 1. sæti (lið með þriðja besta árangur) – 2. sæti (lið með bestan árangur)

L6) 1. sæti (lið með fjórða besta árangur) – 1. sæti (lið með fimmta besta árangur)

Undanúrslit – Fyrri leikir

Sigurv. L6 – Sigurv. L3

Sigurv. L5 – Sigurv. L4

Undanúrslit – Seinni leikir

Sigurv. L3 – Sigurv. L6

Sigurv. L4 – Sigurv. L5

Sigurvegarar í undanúrslitum leika til úrslita og tapliðin í undanúrslitum leika um 3. sætið. Leikið er til þrautar. Mótanefnd KSÍ ákveður leikstaði.