Ný 4. og 5. deild karla 2023
Á síðasta ársþingi KSÍ var samþykkt breytt fyrirkomulagi í keppni neðstu deilda karla frá og með keppnistímabilinu 2023. Í stað núverandi 4. deildar kemur ný 4. deild með 10 liðum og ný 5. deild með 16 liðum í tveimur 8 liða riðlum. Önnur lið leika í Utandeildarkeppni KSÍ.
Í 4. deild karla 2023 verður leikin tvöföld umferð þar sem hvert lið leikur tvo leiki gegn hverju hinna liðanna, heima og heiman. Tvö neðstu liðin í 4. deild færast næsta leikár niður í 5. deild og tvö efstu liðin í 4. deild færast næsta leikár upp í 3. deild.
4. deild karla 2023 verður skipuð eftirfarandi liðum:
- Félögin tvö sem falla úr 3. deild karla 2022 (2 félög).
- Öll þau félög sem lenda í fyrsta og öðru sæti í riðlakeppni 4. deildar 2022, að frádregnum félögunum tveimur sem flytjast í 3. deild 2023, sem verða þau félög sem lenda í fyrsta og öðru sæti í úrslitakeppni 4. deildar 2022 (8 félög).
5. deild karla
Í nýrri 5. deild karla 2023 spila 16 lið í tveimur 8 liða riðlum. Leikin verður tvöföld umferð þar sem hvert lið leikur tvo leiki gegn hverju hinna liðanna, heima og heiman. Stjórn KSÍ, eftir tillögu frá mótanefnd KSÍ, skiptir félögum í riðla. Að lokinni hefðbundinni tvöfaldri umferð í hvorum riðli verður leikin úrslitakeppni tveggja efstu liða í hvorum riðli.
Þau tvö lið sem sigra undanúrslitaviðureign sína leika til úrslita um Íslandsmeistaratitil 5. deildar og færast næsta leikár upp í 4. deild karla. Neðsta liðið í hvorum riðli 5. deildar færist næsta leikár niður í Utandeild KSÍ.
5. deild karla 2023 verður skipuð eftirfarandi liðum (16 félög):
- Öll þau félög sem lenda í 3. sæti í A, B, C, D og E riðli 4. deildar 2022 (5 félög).
- Öll þau félög sem lenda í sætum 4, 5 og 6 í A, B og C riðlum 4. deildar 2022 (9 félög).
- Sigurvegari úr:
- Umspili þeirra félaga sem lenda í 4. sæti D riðils og 5. sæti E riðils 4. deildar 2022.
-Umspili þeirra félaga sem lenda í 4. sæti E riðils og 5. sæti D riðils 4. deildar 2022.
-Leiknir verða tveir leikir, heima og heiman. Þar mætast:
Fyrri leikur: E5 – D4 og D5 – E4
Seinni leikur: D4 – E5 og E4 – D5
Utandeild KSÍ
Í Utandeild KSÍ leika þau félög sem ekki komast í Íslandsmót KSÍ. Stjórn KSÍ ákveður keppnisfyrirkomulag í Utandeild KSÍ ár hvert þegar þátttaka liggur fyrir. Tvö efstu liðin í Utandeild KSÍ færast næsta leikár upp í 5. deild.