• fös. 05. ágú. 2022
  • Landslið
  • A kvenna

A kvenna - Íslenska liðið í 14. sæti á nýjum heimslista FIFA

Á nýjum heimslista FIFA sem gefinn var út í dag er íslenska landsliðið í 14. sæti. Er þetta hæsta sem liðið hefur náð á listanum.

Á síðasta heimslista, sem gefinn var út í júní, var íslenska liðið í 15. sæti og náði því að hoppa upp um eitt sæti eftir Evrópumeistaramótið sem fór fram í júlí.

Fyrir ofan Ísland á listanum, í 13. sæti, er Noregur og fyrir neðan Ísland, í 15. sæti, er Ítalía. Nýkrýndir CONCACAF meistarar Bandaríkjanna eru í efsta sæti listans á meðan nýkrýndir Evrópumeistarar Englands eru í fjórða sæti á eftir Þýskalandi og Svíþjóð.

Ísland er áttunda efsta Evrópuþjóðin á heimslistanum.