Íslenskir dómarar dæma erlendis
Norræn dómaraskipti hófust árið 2005 og er tilgangur þeirra að auka þekkingu og reynslu dómara.Í ár dæma íslenskir dómarar í Finnlandi og Færeyjum.
Jóhann Ingi Jónsson og Kristján Már Ólafs munu dæma leik PK 35-TPS 4. ágúst í næst efstu deild í Finnlandi.
Egill Arnar Sigþórsson og Eysteinn Hrafnkelsson dæmdu leik B68-HB í efstu deild í Færeyjum þann 2. júlí.