Opið fyrir umsóknir í diplómanám FIFA í stjórnun félaga
Opið er fyrir umsóknir í diplómanám á vegum FIFA í stjórnun félaga til 31. júlí.
Til að teljast gjaldgengur umsækjandi í námið, sem á ensku nefnist FIFA Diploma in Club Management, þurfa umsækjendur nú þegar að vera í stjórnunarstöðu innan íþróttafélags, stjórnarmenn eða fyrrverandi landsliðsfólk. Námið hefst í september 2022 og því lýkur í desember 2023. Kennsla fer fram á netinu en einnig eru staðlotur þar sem mæta þarf að minnsta kosti tvisvar. Dæmi um staði þar sem lotur fara fram eru Tokýó og Dubai.
Með náminu vill FIFA aðstoða félög frá öllum hlutum heimsins að hækka rána utan vallar.