Átak gegn netníð
Í upphafi EM, sem nú er í fullum gangi á Englandi, hóf UEFA átak gegn netníð þar sem markmiðið er að mæla, tilkynna og finna úrbætur á netníð.
Á vef UEFA má sjá samantekt um mál tengd netníð í riðlakeppni EM. Þar kemur meðal annars fram að samtals 618 færslur (minna en 1% af öllum færslum) á samfélagsmiðlum tengdum EM á Englandi voru metnar þannig að tilefni væri til að skoða þær sérstaklega með tilliti til netníðar.
Þann 20. júlí gaf UEFA út heimildarmynd um netníð sem hægt er að horfa á á heimsíðu UEFA.