Moli heldur áfram að gleðja
Siguróli Kristjánsson (Moli) hefur verið á ferðinni um landið frá því um miðjan júní og heldur ferðalagi sínu áfram í dag.
Í dag heimsækir Moli Laugar klukkan 16:00 þar sem búist er við fjölda barna frá Laugum og nærsveitum. Á morgun, fimmtudag, liggur leiðin á Kópasker klukkan 13:00 og á Raufarhöfn klukkan 15:00.
Að lokinni æfingu á Raufarhöfn á morgun (klukkan 16:00) hefst leikur Íslands gegn Ítalíu á EM.
Öll börn eru velkomin á æfingar hjá Mola þar sem áhersla er á það að hafa gaman.