Cecilía fingurbrotin – Auður Scheving kemur inn í EM-hópinn
Cecilía Rán Rúnarsdóttir, einn af þremur markvörðum í EM-hópi Íslands er fingurbrotin og verður þar af leiðandi ekki með íslenska liðinu í leikjum mótsins. Cecilía meiddist á æfingu á föstudag og fór í myndatöku í dag, laugardag, þar sem kom í ljós að hún er fingurbrotin. Þorsteinn Halldórsson, þjálfari íslenska liðsins, hefur valið Auði Sveinbjörnsdóttur Scheving í hópinn og kemur hún til móts við liðið fyrir leikinn við Belgíu í Manchester á sunnudag. Auður hefur leikið einn A-landsleik fyrir Ísland, vináttuleik gegn Eistlandi í júní á þessu ári, og á að auki fjölda leikja með yngri landsliðum.
Allt um EM 2022