Naumt tap Víkinga í Malmö
Íslands- og bikarmeistarar Víkings töpuðu naumlega gegn sænska stórliðinu Malmö þegar liðin mættust í fyrri viðureign sinni í forkeppni Meistaradeildar karla á þriðjudag. Lokatölur urðu 3-2 fyrir Malmö í hörkuleik. Helgi Guðjónsson skoraði mark fyrir Víkinga í uppbótartíma og minnkaði þar muninn í eitt mark, og ljóst að seinni viðureign liðanna á Víkingsvelli í næstu viku verður virkilega áhugaverð. Fyrr a mark Víkinga skoraði Kristall Máni Ingason á 38. mínútu þear hann jafnaði metin í 1-1, en var rekinn af velli strax í kjölfarið. Sænska liðið náði aftur forystu rétt fyrir leikhlé og komst í 3-1 seint í leiknum, áður en Helgi Guðjónsson minnkaði muininn eins og fyrr segir.