A kvenna mætir Póllandi á miðvikudag
A landslið kvenna mætir Póllandi í vináttulandsleik á miðvikudag og er leikurinn hluti af undirbúningi íslenska liðsins fyrir lokakeppni EM sem fram fer á Englandi í sumar. Íslenski hópurinn hélt til Póllands á mánudag og frá Póllandi fer liðið til Þýskalands 1. júlí þar sem það verður við æfingar áður en farið er yfir til Englands 6. júlí.
Leikurinn gegn Póllandi er í beinni útsendingu á RÚV og hefst kl. 13:30 að íslenskum tíma. Einnig verður hægt að fylgjast með gangi mála á samfélagsmiðlum KSÍ (@footballiceland).
Fyrsti leikur Íslands í riðlakeppni EM er gegn Belgíu í Manchester 10. júlí, annar leikurinn gegn Ítalíu 14. júlí, einnig í Manchester, og síðasti leikurinn í riðlinum er svo gegn Frökkum í Rotherham 18. júlí. Lokahópur Íslands fyrir keppnina verður tilkynntur í annarri viku júnímánaðar.