2281. fundur stjórnar KSÍ - 13. júní 2022
2281. fundur stjórnar Knattspyrnusambands Íslands var haldinn mánudaginn 13. júní 2022 og hófst kl. 15:30 (fundinum var færður frá 9. júní til 13. júní)
Mættir stjórnarmenn: Vanda Sigurgeirsdóttir formaður, Borghildur Sigurðardóttir varaformaður, Sigfús Ásgeir Kárason varaformaður, Guðlaug Helga Sigurðardóttir, Helga Helgadóttir, Ívar Ingimarsson, Orri V. Hlöðversson. Pálmi Haraldsson og Unnar Stefán Sigurðsson (á teams, vék af fundi kl. 16:08).
Mættir varamenn í stjórn: Kolbeinn Kristinsson varamaður og Tinna Hrund Hlynsdóttir (á teams).
Mættur framkvæmdastjóri: Klara Bjartmarz sem ritaði fundargerð.
Forföll: Torfi Rafn Halldórsson stjórnarmaður og Halldór Breiðfjörð Jóhannsson varamaður í stjórn.
Fundargögn:
- Fundargerð stjórnarfundar 2280.
- Yfirlýsing um trúnað, hlutleysi og virðingu.
- Minnisblað starfshóps mótanefndar um mót yngri flokka.
1. Fundargerð síðasta fundar (2280) hefur þegar verið undirrituð með rafrænum hætti.
2. Vanda Sigurgeirsdóttir formaður KSÍ minnti þá stjórnarmenn sem eiga eftir að undirrita eyðublaðið „yfirlýsing um trúnað, hlutleysi og virðingu“ að gera það sem fyrst.
3. Fundargerðir nefnda voru lagðar fram til kynningar og fluttar voru fréttir af vettvangi ÍTF.
a. Orri Hlöðversson formaður ÍTF, flutti fréttir af vettvangi ÍTF.
4. Verkefni milli funda
a. Vanda Sigurgeirsdóttir formaður kynnti hugmyndir um þekkingamiðlun í barna- og unglingastarfi. Stefnt er að fræðslu- og vinnudegi í byrjun nóvember með barna-og unglingaráðum og öðrum fulltrúum aðildarfélaga.
b. Vanda Sigurgeirsdóttir formaður greindi stjórn frá fundum með ráðherrum, en nú þegar hafa verið fundir með heilbrigðisráðherra, forsætisráðherra og innviðaráðherra. Framundan eru fundur með fjármálaráðherra og menntamálaráðherra. Á dagskrá þessara funda eru málefni knattspyrnuhreyfingarinnar í heild.
c. Vanda Sigurgeirsdóttir formaður greindi stjórn frá nýjustu upplýsingum um málefni þjóðarleikvangs. Starfshópur KSÍ um þjóðarleikvang fundar í næstu viku en þann hóp skipa Vanda Sigurgeirsdóttir formaður KSÍ, Unnar Stefán Sigurðsson úr stjórn KSÍ og formaður mannvirkjanefndar KSÍ, ásamt mannvirkjanefnd sambandsins. Þá fundar stjórn Þjóðarleikvangs ehf. einnig í næstu viku.
5. Mannvirkjasjóður
a. Unnar Stefán Sigurðsson formaður mannvirkjanefndar og Klara Bjartmarz framkvæmdastjóri kynnti niðurstöðu yfirferðar mannvirkjanefndar á umsóknum í mannvirkjasjóð 2022.
Þrjátíu og sjö umsóknir bárust í mannvirkjasjóð KSÍ og er heildarkostnaður við áætlaðar framkvæmdir rúmir 8,2 milljarðar kr. Til úthlutunar í ár eru 30 milljónir. Mannvirkjanefnd KSÍ og framkvæmdastjóri KSÍ fóru yfir innsendar umsóknir á fundum nefndarinnar þann 24. og 30. maí s.l. Unnið var heildstætt mat á öllum umsóknum og þær metnar með hliðsjón af gildandi skorkorti. Þannig var unninn listi með einkunnagjöf sem er grunnurinn að tillögu til stjórnar KSÍ. Stjórn KSÍ fór yfir tillögu mannvirkjanefndar og samþykkti eftirfarandi úthlutanir úr mannvirkjasjóði 2022:
Félag - Nafn umóknar - Styrkupphæð
Fram - Æfingasvæði og aðalvöllur - 1.350.000kr
Grindavík - Endurbætur á klefum - 334.875kr
Hvöt – varamannaskýli - 519.000kr
ÍBV - Flóðlýsing á Hásteinsvöll - 5.500.000kr
ÍBV - Gervigras Hásteinsvöllur - 4.125.000kr
ÍR - Aðstaða fyrir áhorfendur og fjölmiðla - 1.253.120kr
KA - Æfingasvæði KA völlur - 3.331.503kr
KA - Endurnýjun gervigras við KA völl - 5.500.000kr
KA – Vökvunarbúnaður - 1.292.951kr
Keflavík - Aðstaða fyrir áhorfendur ofl. - 330.000kr
Keflavík - Flóðlýsing á æfinga og keppnisvelli - 315.000kr
Keflavík og Njarðvík - Jarðvinna og lagnir vegna gervigrass - 367.500kr
KR – Vallarklukka - 500.000kr
Þróttur R - Girðingar æfingasvæði - 1.916.775kr
Þróttur R - LED Aðalvöllur - 500.000kr
Þróttur R - LED Æfingavellir - 500.000kr
Þróttur R - Varamannaskýli Aðalvöllur - 266.346kr
Þróttur R - Varamannaskýli Æfingavellir - 194.974kr
Valur – Girðing - 300.000kr
Valur – Markatafla - 500.000kr
Vestri - Endurnýjun búningsklefa - 202.800kr
Víkingur - Búningsklefi - 747.225kr
6. Mótamál
a. Rætt um frestanir leikja í yngri flokkum og lagt fram minnisblað starfshóps mótanefndar í mótamálum yngri flokka. Stjórn KSÍ samþykkti að senda bréf á aðildarfélög þar sem þau eru hvött að mæta til leiks í samræmi við leikjaniðurröðun. Skoða þarf í haust hvort ástæða sé til að hækka sektir þegar ekki er mætt til leiks fyrir næstu fjárhagsáætlun. Stjórn óskar eftir því við mótanefnd að skoðað verði hvort að hægt sé að vinna frekari tölfræði um málið.
7. Landsliðsmál
a. Rætt var um landsliðsmál A karla.
b. Rætt var um landsliðsmál A kvenna og undirbúning fyrir EM í Englandi. Stjórn staðfesti framlengingu á samningi við Þorstein Halldórsson landsliðsþjálfara.
c. Rætt var um landsliðsmál U21 karla og fagnar stjórn góðum árangri liðsins. Framundan er umspil um sæti í úrslitakeppni EM U21 karla.
8. Önnur mál
a. Rætt um framkomu gagnvart dómurum.
b. Næsti stjórnarfundur verður í ágúst að öllu óbreyttu og verður boðað til hans síðar.
Fleira var ekki bókað og var fundi frestað kl. 17:30