30 þjálfarar útskrifaðir með KSÍ A
Mynd - Mummi Lú
Nýlega útskrifuðust 30 þjálfarar með KSÍ A þjálfararéttindi. Hluti hópsins fengu afhent skírteini og diplómu, fyrir A-landsleik karla, Ísland - Albanía, sem fram fór 6. júní.
Í þetta skiptið voru tveir hópar að útskrifast, annar hópurinn hóf námið í september 2020 og hinn hópurinn í september 2021. Mikil seinkunn (vegna Covid 19) var á námi hópsins sem hóf námið 2020.
Meðal þess sem gert var á námskeiðinu var leikgreining, tímabilaskipting, bóklegt og verklegt próf sem og hópavinna þar sem þjálfararnir fylgdust með hver öðrum að störfum í þeirra umhverfi undir eftirliti leiðbeinanda frá KSÍ. Hluti af námskeiðinu fór fram í viku námsferð til Kaupmannahafnar.
Eftirtaldir þjálfarar útskrifuðust: