Hópur U23 kvenna gegn Eistlandi
Þorsteinn H. Halldórsson og Jörundur Áki Sveinsson hafa valið hóp fyrir leik U23 kvenna gegn Eistlandi. Eistland mun tefla fram A landsliði í leiknum, sem verður skráður sem A-landsleikur, en Ísland mun tefla fram U23 landsliði.
Leikurinn fer fram Pärnu Rannastaddion föstudaginn 24. júní kl. 16:00. Beint streymi verður frá leiknum á miðlum KSÍ.
Jörundur Áki Sveinsson mun stjórna liðinu í leiknum.
U23 landslið kvenna hefur einu sinni áður mætt A landsliði, en það var árið 2016 þegar íslenska liðið mætti pólska A landsliðinu og gerðu liðin 1-1 jafntefli (einnig skráður A landsleikur). Þess utan hefur liðið leikið tvo U23 leiki, gegn Skotlandi ytra árið 2012 og gegn Póllandi í Kórnum í febrúar 2015.
Hópurinn
Andrea Rut Bjarnadóttir - Þróttur R.
Arna Eiríksdóttir - Þór/KA
Ásdís Karen Halldórsdóttir - Valur
Áslaug Dóra Sigurbjörnsdóttir - Selfoss
Auður Sveinbjörnsdóttir Scheving - Afturelding
Barbára Sól Gísladóttir - Selfoss
Birta Georgsdóttir - Breiðablik
Dagný Pétursdóttir - Víkingur R.
Diljá Ýr Zomers - Häcken
Gyða Kristín Gunnarsdóttir - Stjarnan
Hlín Eiríksdóttir - Pitea
Ída Marín Hermannsdóttir - Valur
Karen María Sigurgeirsdóttir - Breiðablik
Katla María Þórðardóttir - Selfoss
Sóley María Steinarsdóttir - Þróttur R.
Sólveig Jóhannesdóttir Larsen - Afturelding
Tinna Brá Magnúsdóttir - Fylkir
Unnur Dóra Bergsdóttir - Selfoss