U21 - Umspilssæti tryggt með sigri á Kýpur
Íslenska karlalandsliðið skipað leikmönnum 21 árs og yngri sigraði Kýpur í síðasta leik sínum í undankeppni EM 2023 í Víkinni í kvöld. Lokatölur voru 5-0 og skoraði Kristall Máni Ingason tvö mörk, Sævar Atli Magnússon og Kristian Nökkvi Hlynsson skoruðu eitt mark hvor og eitt mark var sjálfsmark Kýpur.
Á sama tíma fór fram leikur Portúgala og Grikkja þar sem Portúgal sigraði 2-1. Því er ljóst að Ísland er búið að tryggja sér sæti í umspili um laust sæti í lokakeppni EM 2023.
Dregið verður um hvaða liði Ísland mætir þann 21. júní. Umspilsleikirnir fara fram í september og verða spilaðir tveir leikir.
Mynd með frétt: Mummi Lú