Gríðarleg spenna fyrir leik U21 karla í kvöld
Síðustu leikirnir í riðli Íslands í undankeppni EM hjá U21 landsliði karla fara fram í kvöld, laugardagskvöld. Báðir leikirnir hefjast á sama tíma, kl. 19:15 að íslenskum tíma, og er gríðarleg spenna framundan.
Ísland mætir Kýpur á Víkingsvelli og með sigri á íslenska liðið möguleika á sæti í lokakeppni EM í gegnum umspil. Til að það gangi eftir þarf Ísland einnig að að treysta á að Portúgal vinni sinn leik gegn Grikklandi og þá hafnar íslenska liðið í öðru sæti riðilsins á eftir Portúgölum, sem hafa unnið 8 af sínum leikjum og gert eitt jafntefli, gegn Íslandi.
Miðasala á leikinn er í fullum gangi á Tix.is og er fólk hvatt til að fjölmenna og hvetja þetta unga og efnilega íslenska lið til dáða.
Leikurinn er í beinni útsendingu á Viaplay. Á forsíðu Viaplay á Íslandi eru upplýsingar um hvernig fólk horfir á leikina. Einnig verður hægt að fylgjast með gangi mála á samfélagsmiðlum KSÍ (@footballiceland).
Mynd með grein: Mummi Lú.