U21 karla - Ísland mætir Liechtenstein á föstudag
Mynd - Mummi Lú
U21 karla mætir Liechtenstein á föstudag í undankeppni EM 2023.
Leikurinn fer fram á Víkingsvelli og hefst hann kl. 17:00. Bein útsending verður frá leiknum á Viaplay.
Ísland er í fjórða sæti riðilsins með níu stig eftir sjö leiki. Það lið sem vinnur riðilinn fer beint í lokakeppnina ásamt því liði sem hefur bestan árangur í öðru sæti síns riðils. Önnur lið sem enda í öðru sæti fara í umspil um sæti á EM.
Miðasala á leikinn er á tix.is og má finna hana hér að neðan.