• mán. 30. maí 2022
  • Landslið

Svona er nýja landsliðstreyjan

Mynd - Hulda Margrét Óladóttir

PUMA birtir í dag 2022 útgáfur af öllum heima-landsliðstreyjum sínum. Gegnumgangandi þema er í öllum treyjunum þar sem nútíminn hittir fyrir nostalgíuna, eða eins og segir í fréttatilkynningu PUMA “bringing bold, modern takes on retro vibes and football nostalgia”. Íslenska landsliðstreyjan er að sjálfsögðu þar á meðal. PUMA mun síðan gefa út allar vara-landsliðstreyjur í haust og er það breytt fyrirkomulag þar sem að HM karla fer fram að vetri til þetta árið.

Íslensku landsliðin í sumar og haust

A landslið kvenna mun leika í sérstakri blárri EM-treyju í úrslitakeppni EM á Englandi í sumar og verður sú treyja kynnt sérstaklega nú í vikunni, en A landslið karla mun leika í treyjunni sem nú er kynnt í leikjum Þjóðadeildarinnar í júní. Þar sem við á munu þó bæði liðin leika áfram í núverandi hvíta varabúningnum þetta sumarið, en skipta svo yfir í nýju varatreyjuna seint í haust. Nýja treyjan sem nú er kynnt er væntanleg í verslanir í kringum 13.júní.

Léttasta keppnistreyja sem PUMA hefur framleitt

Nýja landsliðstreyjan er framleidd úr sérstöku efni sem gerir hana að léttustu og þægilegustu keppnistreyju sem PUMA hefur framleitt.

Fréttatilkynning PUMA:


Global sports company PUMA has today launched the 2022 Home kits for its national teams globally, bringing bold, modern takes on retro vibes and football nostalgia. The new jerseys put a fresh spin on all things classic: classic teams, classic matches, classic jerseys. When the game is on the line, the jerseys are engineered to make every second count.

The new Iceland Home jersey brings back the thunder. The smallest nation to ever qualify for the tournament, Iceland stole the show at the 2016 European Championships. The new Iceland Home jersey features a retro design inspired by the team’s historic run to the quarter-finals. 

The 2022 Home Kit jersey features ULTRAWEAVE performance fabric and dryCELL sweat-wicking technology, making the jersey the lightest and most comfortable PUMA has ever made. Available for purchase for supporters is a Home Kit jersey made with 100% recycled polyester with dryCELL sweat-wicking technology to keep you dry and comfortable throughout the 90 minutes and beyond – no matter the time or pitch or place.