• mið. 25. maí 2022

2280. fundur stjórnar KSÍ - 19. maí 2022

2280. fundur stjórnar Knattspyrnusambands Íslands var haldinn fimmtudaginn 19. maí 2022 og hófst kl. 16:00.

Mættir stjórnarmenn: Vanda Sigurgeirsdóttir formaður, Borghildur Sigurðardóttir varaformaður, Sigfús Ásgeir Kárason varaformaður, Guðlaug Helga Sigurðardóttir, Helga Helgadóttir, Pálmi Haraldsson, Unnar Stefán Sigurðsson og Torfi Rafn Halldórsson.

Mættir varamenn í stjórn: Halldór Breiðfjörð Jóhannsson og Tinna Hrund Hlynsdóttir.

Mættur framkvæmdastjóri: Klara Bjartmarz sem ritaði fundargerð.

Þá tók Ómar Smárason deildarstjóri samskiptadeildar KSÍ sæti á fundinum undir dagskrárlið 2 a.

Forföll: Ívar Ingimarsson, Orri V. Hlöðversson og Kolbeinn Kristinsson varamaður í stjórn.

Fundargögn:
- Fundargerð stjórnarfundar 2279.
- Yfirlýsing um trúnað, hlutleysi og virðingu.
- Fundargerð stýrihóps KSÍ og ÍTF um Media Hub, 26. apríl 2022.
- Fundargerð fjárhags- og endurskoðunarnefndar KSÍ, 3. maí 2022.
- Fundargerð mótanefnd, 27. apríl 2022.
- Fundargerð landsliðsnefndar A og U21 karla, 11. maí 2022.
- Skýrsla starfshóps KSÍ og yfirlit yfir viðbrögð.
- Skýrsla starfshóps ÍSÍ um verkferla, vinnubrögð og viðmið í íþróttahreyfingunni (apríl 2022).
- Viðmiðunarreglur samninga- og félagaskiptanefndar við afgreiðslu á undanþágubeiðnum um félagaskipti utan félagaskiptatímabils.
- Yfirlit yfir umsóknir í mannvirkjasjóð 2022.
- Samkeppnisstefna KSÍ.
- Bréf frá UEFA vegna þjóðarleikvangs.
- Tillaga að svari til ÍSÍ vegna afrekssjóðs.
- Skýrsla: Heildarendurskoðun á knattspyrnu kvenna.


1. Fundargerð síðasta fundar (2279) hefur þegar verið undirrituð með rafrænum hætti.

Ómar Smárason deildarstjóri samskiptadeildar KSÍ tók sæti á fundinum.

2. Stefnumótun KSÍ
a. Ómar Smárason kynnti yfirstandandi vinnu varðandi stefnumótun KSÍ en núverandi stefna sambandsins rennur út í árslok.

Ómar Smárason deildarstjóri samskiptadeildar KSÍ vék af fundi.

3. Vanda Sigurgeirsdóttir formaður KSÍ kynnti eyðublað „yfirlýsing um trúnað, hlutleysi og virðingu“ og viðstatt stjórnarfólk undirritaði yfirlýsinguna.

4. Fundargerðir nefnda voru lagðar fram til kynningar og fluttar voru fréttir af vettvangi ÍTF.
a. Dagskrárlið 4.a, fréttir frá ÍTF, var frestað.
b. Fundargerð stýrihóps KSÍ og ÍTF um Media Hub, 26. apríl 2022.
c. Fjárhags- og endurskoðunarnefnd KSÍ, 3. maí 2022.
d. Mótanefnd, 27. apríl 2022.
e. Landsliðsnefnd A og U21 karla, 11. maí 2022.
f. Fjárhags- og endurskoðunarnefnd KSÍ, 18. maí 2022.

5. Skipan í nefndir og starfshópa
a. Stjórn KSÍ samþykkti að skipa Hjalta Þór Halldórsson í dómaranefnd í samræmi við starfsreglur nefndarinnar.

6. Fræðsla, verkferlar og vinnubrögð
a. Rætt um skýrslu starfshóps KSÍ (haust 2021) og viðbrögð KSÍ. Stjórn samþykkti að skipa starfshóp undir stjórn Tinnu Hrundar Hlynsdóttur til þess að fylgja málinu eftir.
b. Rætt um skýrslu starfshóps ÍSÍ um verkferla, vinnubrögð og viðmið í íþróttahreyfingunni (apríl 2022).
c. Formaður KSÍ, Vanda Sigurgeirsdóttir, kynnti tillögu um viðbragðsáætlun KSÍ. Málið var rætt en frekari umræðu var frestað til aukafundar stjórnar 23. maí.

7. Reglugerðarbreytingar.
a. Stjórn samþykkti tillögu um viðmiðunarreglur samninga- og félagaskiptanefndar við afgreiðslu á undanþágubeiðnum um félagaskipti utan félagaskiptatímabils.

8. Mannvirkjamál.
a. Lagt fram yfirlit yfir umsóknir í mannvirkjasjóð 2022.

9. Fjármál.
a. Framkvæmdastjóri KSÍ, Klara Bjartmarz, kynnti 3ja mánaða uppgjör sambandsins.

10. Mótamál.
a. Torfi Rafn Halldórsson formaður mótanefndar fór yfir stöðuna í mótamálum. Stjórn samþykkti að fela mótanefnd að skoða þau tilfelli þegar félög mæta ekki til leiks í yngri flokkum og hvernig megi bregðast við því.

11. Samkeppnisréttarstefna KSÍ
a. Stjórn KSÍ samþykkti samkeppnisréttarstefnu KSÍ.

12. Þjóðarleikvangur.
a. Lagt var fram bréf frá UEFA um stöðu Laugardalsvallar þar sem KSÍ er krafið svara um framtíð vallarins.
b. Rætt um hlut KSÍ í Þjóðarleikvangi ehf. sem er 2.7 milljónir fyrir 2021 og 2022. Fyrirhugað er að ljúka markaðskönnun í ár. Stjórn KSÍ samþykkti að greiða hlut sambandsins.

13. Önnur mál.
a. Stjórn samþykkti að skipa starfshóp um samstarfsamning við ÍTF. Samþykkt að skipa þau Vöndu Sigurgeirsdóttur (formaður starfshóps), Borghildi Sigurðardóttur, Sigfús Ásgeir Kárason, Ívar Ingimarsson og Klöru Bjartmarz í starfshópinn.
b. Rætt um svarbréf ÍSÍ varðandi úthlutun úr afrekssjóði ÍSÍ. Stjórn KSÍ samþykkti að aðhafast ekkert frekar varðandi síðustu úthlutun úr sjóðnum en að óska formlega eftir aðkomu sambandsins að endurskoðun reglna afrekssjóðs í samræmi við reglugerð sjóðsins.
c. Rætt um barna- og unglingastyrk KSÍ. Stjórn KSÍ samþykkti að fela fjárhags- og endurskoðunarnefnd að endurskoða forsendur úthlutunar fyrir komandi haust.
d. Rætt um skýrslu um endurskoðun kvennaknattspyrnu og viðbrögð.
e. Næstu stjórnarfundir:
 23. maí (framhaldsfundur)
 9. júní


Fleira var ekki bókað og var fundi frestað kl. 20:40.



Mánudaginn 23. maí 2022 kl. 18:00 var fundi stjórnar framhaldið á Teams.

Á framhaldsfundinn mættu:

Úr stjórn: Vanda Sigurgeirsdóttir formaður, Borghildur Sigurðardóttir varaformaður, Sigfús Ásgeir Kárason varaformaður, Helga Helgadóttir, Ívar Ingimarsson, Pálmi Haraldsson og Unnar Stefán Sigurðsson.

Varamenn: Halldór Breiðfjörð Jóhannsson (tók sæti á fundinum kl. 19:30), Kolbeinn Kristinsson og Tinna Hrund Hlynsdóttir.

Forföll: Guðlaug Helga Sigurðardóttir, Torfi Rafn Halldórsson og Orri V. Hlöðversson.

Mættur framkvæmdastjóri: Klara Bjartmarz sem ritaði fundargerð.


Á fundinum var eingöngu eitt mál til umfjöllunar, framhald af umræðu um dagskrárlið 6.c.

Stjórn KSÍ samþykkti að haft sé að leiðarljósi það meginviðmið, þegar mál einstaklinga eru til meðferðar hjá rannsóknar- eða ákæruvaldi og/eða samskiptaráðgjafa, vegna meintra alvarlegra brota, að þá skuli viðkomandi stíga til hliðar í hlutverki sínu hjá KSÍ á meðan meðferð máls stendur yfir. Það gildir jafnt um dómara, þjálfara, leikmenn, forystumenn, starfsmenn og aðra þá sem eru innan KSÍ.
• Stjórn KSÍ mun ræða önnur atriði í drögunum áfram og mun jafnframt óska eftir aðkomu laga- og leikreglnanefndar.


Fleira var ekki bókað og var fundi slitið kl. 20:10.