eFótbolti - Ísland leikur í undankeppni FIFAe Nations Series í vikunni
Íslenska landsliðið í eFótbolta leikur í undankeppni FIFAe Nations Series á fimmtudag og föstudag.
Ísland er þar í riðli með Póllandi, Tékklandi, Slóvakíu, Slóveníu, Kýpur, Ísrael og Skotlandi. Liðið leikur fjóra leiki á fimmtudag og fjóra á föstudag. Frammistaða liðsins í riðlinum skera svo úr um það hvenær og á móti hverjum það leikur gegn á laugardag.
Aron Þormar Lárusson og Bjarki Már Sigurðsson keppa fyrir hönd Íslands í leikjunum.
Allir leikirnir verða í beinni útsendingu á Twitch rás KSÍ.
Hægt er að skoða leikjaplanið allt á vef KSÍ.