• mán. 16. maí 2022

Leikmannasamtök Íslands viðurkennd af FIFPRO

Leikmannasamtök Íslands voru formlega tekin inn í FIFPro, alþjóðlegu leikmannasamtökin, í nóvember á síðasta ári.

FIFPro var stofnað árið 1965 og njóta yfir 65.000 leikmenn góðs af þjónustu FIFAPRO og leikmannasamtaka víðs vegar um heiminn.

FIFPro er viðurkennt af FIFA og UEFA og viðurkennir aðeins ein leikmannasamtök í hverju landi fyrir sig. Innganga Leikmannasamtaka Íslands í FIFPro er því gríðarleg viðurkenning fyrir það starf sem unnið hefur verið fyrir leikmenn á Íslandi.

Frekari upplýsingar um samtökin má finna inn á vef þeirra:

Vefur FIFPRO

Forseti Leikmannasamtaka Íslands, Arnar Sveinn Geirsson, sat þingið og tók við pappírum um formlega inngöngu frá Bobby Barnes, forseta Evrópudeildar FIFPRO, og Jonas Bear Hoffman, framkvæmdastjóra FIFPRO.