• mið. 04. maí 2022

2279. fundur stjórnar KSÍ - 26. apríl 2022

2279. fundur stjórnar KSÍ var haldinn þriðjudaginn 26. apríl 2022 og hófst kl. 16:00.

Mættir stjórnarmenn: Vanda Sigurgeirsdóttir formaður, Borghildur Sigurðardóttir varaformaður, Sigfús Ásgeir Kárason varaformaður, Guðlaug Helga Sigurðardóttir, Helga Helgadóttir, Ívar Ingimarsson, Pálmi Haraldsson, Unnar Stefán Sigurðsson og Torfi Rafn Halldórsson.

Mættir varamenn í stjórn: Halldór Breiðfjörð Jóhannsson og Tinna Hrund Hlynsdóttir (yfirgaf fundinn kl. 17:00).

Mættur framkvæmdastjóri: Klara Bjartmarz sem ritaði fundargerð.

Mættir fulltrúar landshluta:

Trausti Hjaltason SL, Oddný Eva Böðvarsdóttir VL, Eva Dís Pálmadóttir AL (yfirgaf fundinn kl. 19:00) og Ómar Bragi Stefánsson NL.

Þá tók Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir sæti á fundinum undir dagskrárlið 2 a.

Forföll: Orri V. Hlöðversson og Kolbeinn Kristinsson varamaður í stjórn

Fundargögn:
- Fundargerð stjórnarfundar 2278.
- Tillaga LLR um breytingu á reglugerð KSÍ um knattspyrnumót, 15. grein.
- Tillaga LLR að breytingu á reglugerð KSÍ um félagskipti o.fl.
- Minnisblað um félagaskipti, samninga og stöðu leikmanna og félaga vegna fjölda leikmanna utan Evrópska efnahagssvæðisins.

Vanda Sigurgeirsdóttir formaður bauð fulltrúa landshluta velkomna á sinni fyrsta stjórnarfund.

1. Fundargerð síðasta fundar (2278) hefur þegar verið undirrituð með rafrænni undirritun.

Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir tók sæti á fundinum.

2. Fræðsla, verkferlar og vinnubrögð
a. Fræðsla til stjórnar í samræmi við tillögur starfshóps um Kynferðislega áreitni og ofbeldi innan knattspyrnunnar, okt. 2021.

Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir yfirgaf fundinn.

b. Starfshópur ÍSÍ um verkferla og vinnubrögð hefur lokið vinnu sinni og gefið út skýrslu til framkvæmdastjórnar ÍSÍ. Beðið er frekari viðbragða frá ÍSÍ.

3. Fundargerðir nefnda voru lagðar fram til kynningar og fluttar voru fréttir af vettvangi ÍTF.
a. Dagskrárliðnum „fréttir af vettvangi ÍTF“ var frestað.
b. Fundargerð LLR 1. apríl 2022.

 4. Reglugerðarbreytingar.
a. Stjórn samþykkti tillögu um breytingu á reglugerð KSÍ um knattspyrnumót, 15. grein.
b. Stjórn samþykkti tillögu um breytingu á reglugerð KSÍ um félagskipti o.fl.
c. Lagt var fram minnisblað um ákvæði (grein 22.1) í reglugerð KSÍ um félagaskipti, samninga og stöðu leikmanna og félaga vegna fjölda leikmanna utan Evrópska efnahagssvæðisins vegna leikmanna frá Úkraínu. Stjórn samþykkti að rýmka heimild í reglugerð á þann veg að félögum verði heimilt, tímabundið út árið 2022, að vera með að hámarki fjóra leikmenn frá öðrum löndum en Evrópska efnahagssvæðinu, Færeyjum og Grænlandi skráða á leikskýrslu í 1. aldursflokki í hvert sinn í leik á vegum KSÍ, svo lengi sem a.m.k. einn þeirra leikmanna sé frá Úkraínu. Þannig gildir áfram sú meginregla að að hámarki þrír leikmenn frá löndum utan Evrópska efnahagssvæðisins, Færeyja og Grænlands mega vera skráðir á leikskýrslu hjá félögum í leikjum á vegum KSÍ en tímabundið, af mannúðarástæðum, megi leikmenn utan Evrópska efnahagssvæðisins, Færeyja og Grænlands vera fjórir á leikskýrslu, ef a.m.k. einn þeirra leikmanna er frá Úkraínu.

5. Mannvirkjamál.
a. Framkvæmdastjóri upplýsti stjórn um að 32 umsóknir hefðu borist í mannvirkjasjóð. Mannvirkjanefnd mun meta umsóknir á grundvelli skortkorts sjóðsins.

6. Mótamál.
a. Torfi Rafn Halldórsson formaður mótanefndar fór yfir stöðuna í mótamálum.
b. Stjórn KSÍ samþykkti að hætta að veita silfurverðlaun í Meistarakeppni KSÍ.

7. Þjóðarleikvangur.
a. Næstkomandi mánudag er aðalfundur Þjóðarleikvangs ehf. Stjórn KSÍ samþykkti að skipa Vöndu Sigurgeirsdóttur formann aðalmann í félaginu og Unnar Stefán Sigurðsson formann mannvirkjanefndar sem varamann.
b. Fyrr í dag fór fram vinnufundur stjórnar og mannvirkjanefndar um nýjan þjóðarleikvang. Niðurstaða fundarins var að skipa starfshóp stjórnar og mannvirkjanefndar til að skoða ýmsa þætti sem snúa að nýjum þjóðarleikvangi. Stjórn KSÍ samþykkti að skipa Vöndu Sigurgeirsdóttur og Unnar Stefán Sigurðsson í starfshópinn.

8. Skipan í nefndir og starfshópa.
a. Skipan í nefndir:
✓ Breyting á mannvirkjanefnd: Margrét Leifsdóttir tekur ekki sæti í nefndinni.
✓ Breyting á dómaranefnd: Frosti Viðar Gunnarsson tekur ekki sæti í nefndinni.
✓ Eftirtalir voru skipaðir í unglinganefnd:
• Pálmi Haraldsson, formaður
• Harpa Frímannsdóttir
• Marteinn Ægisson
• Mist Rúnarsdóttir
• Pétur Ólafsson
• Sigurður Hliðar Rúnarsson
• Sunna Sigurðardóttir
• Viggó Magnússon
b. Skipan í starfshópa (en áður hafði verið skipað í starfshóp um varalið):
✓ Eftirtalir voru skipaðir í starfshóp um stefnumótun:
• Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður
• Borghildur Sigurðardóttir
• Sigfús Ásgeir Kárason
• Klara Bjartmarz
• Ómar Smárason
✓ Eftirtalir voru skipaðir í starfshóp um stjórnskipulag:
• Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður
• Borghildur Sigurðardóttir
• Guðrún Inga Sívertsen
• Orri V Hlöðversson
• Skipað verður í eitt sæti til viðbótar í hópinn á næstu vikum
✓ Eftirtalir voru skipaðir í starfshóp um ferðaþátttökugjald og jöfn tækifæri
• Sigfús Ásgeir Kárason, formaður
• Ívar Ingimarsson
• Sævar Pétursson
• Oddný Eva Böðvarsdóttir
• Frekari skipan í hópinn er í skoðun

9. Önnur mál.
a. Rætt um svarbréf ÍSÍ vegna úthlutunar úr afrekssjóði ÍSÍ.
b. Stjórn samþykkti að senda félögum í landinu áminningu um háttvísi og heiðarlega framkomu og hvatningu um samtal við stuðningsmenn, forráðamenn og aðra um jákvæðan stuðning á leikjum sinna félaga.
c. Rætt um stefnumótun KSÍ fyrir árin 2023 til 2026 sem unninn er í samstarfi við UEFA. Haldinn verður sérstakur vinnufundur stjórnar um málið fyrir næstu lotu með UEFA sem verður þann 19. og 20. maí.

d. Næstu stjórnarfundir:

  • 19. maí
  • 9. júní

Fleira var ekki bókað og var fundi slitið kl. 19:30.