Mjólkurbikar kvenna hefst á föstudag
Fyrsta umferð Mjólkurbikars kvenna fer af stað á föstudag með fjórum leikjum.
Umferðin klárast svo á laugardaginn með sex leikjum. Ljóst er hvaða viðureignir verða í 2. umferð, en hægt er að sjá það á vef KSÍ. Lið Bestu deildar kvenna koma svo inn í keppnina í 16-liða úrslitum, en það er 3. umferð keppninnar.
Mjólkurbikar kvenna - fyrsta umferð
Föstudagurinn 29. apríl
Augnablik - Hamar á Kópavogsvelli kl. 19:00
Fylkir - Haukar á Würth vellinum kl. 19:00
ÍA - Fjölnir í Akraneshöllinni kl. 19:00
Grótta - FH á Vivaldivellinum kl. 19:00
Laugardagurinn 30. apríl
ÍH - KÁ í Skessunni kl. 12:00
Völsungur - Einherji á PCC vellinum Húsavík kl. 14:00
Tindastóll - HK á Sauðárkróksvelli kl. 14:00
Fram - Víkingur R. á Framvelli - Úlfarsárdal kl. 14:00
Álftanes - Grindavík á OnePlus vellinum kl. 14:00
Sindri - KH á Sindravöllum kl. 16:00