• þri. 19. apr. 2022
  • Lög og reglugerðir

Ferðaþátttökugjald 2022

Staðfest hefur verið fyrirkomulag á greiðslu ferðaþátttökugjalds fyrir árið 2022 í samræmi við reglugerð KSÍ um ferðaþátttökugjald 2020-2022.

Ferðaþátttökugjald er reiknað af mótanefnd KSÍ árlega við upphaf keppnistímabils skv. vegalengd milli leikstaða fyrir efstu deildir karla og kvenna, 1. deild karla og kvenna, 2. deild karla og kvenna, 3. deild karla og 4. deild karla. Ferðaþátttökugjaldið er reiknað út sameiginlega fyrir allar deildir (karla og kvenna) við útreikning kostnaðar hvers liðs.

Hér að neðan er hægt að lesa dreifibréf til félaga um ferðaþátttökugjaldið og svo útreikning ferðaþátttökugjalds KSÍ 2022.

Dreifibréf um ferðaþátttökugjald

Útreikningur ferðaþátttökugjalds KSÍ 2022