Valur og Breiðablik mætast í Meistarakeppni KSÍ annan í páskum
Meistarakeppni kvenna fer fram annan í páskum, mánudaginn 18. apríl. Íslandsmeistarar Vals taka á móti bikarmeisturum Breiðabliks á Origo vellinum og hefst leikurinn klukkan 16:00.
Valur og Breiðablik mættust síðast í Meistarakeppni KSÍ árið 2010 þar sem Valur sigraði 4-0. Mörkin í þeim leik skoruðu Kristín Ýr Bjarnadóttir, Katrín Jónsdóttir og Dagný Brynjarsdóttir skoraði tvö.
Miðasala fyrir leikinn fer fram í Stubb-appinu og kostar 2000 kr. fyrir 17 ára og eldri en frítt fyrir 16 ára og yngri. Frítt er fyrir öryrkja.