Námskeið um gerð námsskrár knattspyrnudeildar
Þórður Einarsson, yfirþjálfari yngri flokka hjá Þrótti og formaður KÞÍ, hélt vel heppnaðan fyrirlestur 7.apríl um uppbyggingu námsskrár knattspyrnudeildar Þróttar. Þórður mun halda námskeið 25. og 27.apríl fyrir þjálfara sem hafa áhuga á að kynna sér ítarlega hvað þarf til að útbúa námsskrá og fylgja henni eftir. Námskeiðið verður haldið á 3. hæð í KSÍ 25. april 20:00-22:30 og 27. apríl kl. 20:00-22:30.
Námskeiðið er eingöngu opið fyrir þjálfara sem hafa KSÍ A, Afreksþjálfun unglinga eða UEFA Pro þjálfararéttindi. Þátttakendur fá 8 endurmenntunarstig. Þátttökugjald er 6000kr.
Verið er að skoða möguleika á að halda sams konar námskeið á Akureyri síðar í vor.