Ísland leikur í undankeppni FIFAe Nations Series í lok vikunnar
Íslenska landsliðið í eFótbolta leikur í undankeppni FIFAe Nations Series í lok vikunnar.
Ísland er í riðli með Eistlandi, Þýskalandi, Skotlandi, Svíþjóð, Spáni, Portúgal og Ítalíu. Leikið er fimmtudaginn 7. apríl og föstudaginn 8. apríl. Allir leikirnir verða í beinni útsendingu á Twitch rás KSÍ.
Aron Þormar Lárusson og Bjarki Már Sigurðsson keppa fyrir hönd Íslands í þetta skiptið.
Leikjaplan vikunnar:
Fimmtudagurinn 7. apríl
Ísland - Svíþjóð kl. 17:00
Ísland - Portúgal kl. 17:55
Ísland - Ítalía kl. 18:50
Ísland - Spánn kl. 19:45
Föstudagurinn 8. apríl
Ísland - Þýskaland kl. 17:00
Ísland - Skotland kl. 17:55
Ísland - Eistland kl. 18:50