2277. fundur stjórnar KSÍ - 24. mars 2022
2277. fundur stjórnar Knattspyrnusambands Íslands var haldinn fimmtudaginn 24. mars 2022 og hófst kl. 16:00
Mættir stjórnarmenn: Vanda Sigurgeirsdóttir formaður, Borghildur Sigurðardóttir, Guðlaug Helga Sigurðardóttir (yfirgaf fundinn kl. 18:30), Ívar Ingimarsson, Orri V. Hlöðversson (tók sæti á fundinum kl. 16:06), Torfi Rafn Halldórsson og Unnar Stefán Sigurðsson.
Mætt á Teams: Helga Helgadóttir (vék af fundi kl. 18:57), Pálmi Haraldsson, Sigfús Ásgeir Kárason og Halldór Breiðfjörð Jóhannsson.
Mættir varamenn í stjórn: Kolbeinn Kristinsson og Tinna Hrund Hlynsdóttir.
Mættur framkvæmdastjóri: Klara Bjartmarz sem ritaði fundargerð.
Þá tók Haukur Hinriksson leyfisstjóri KSÍ sæti á fundinum undir dagskrárlið 3.
Forföll:
Fundargögn:
- Fundargerð stjórnarfundar 2276.
- Minnisblað um ársþing á Ísafirði 2023.
- Tillaga að breytingu á reglugerð KSÍ um aðgönguskírteini.
- Tillaga að breytingu á reglugerð KSÍ um knattspyrnumót, 2. flokkur kvenna.
- Tillaga að breytingu á reglugerð KSÍ um knattspyrnumót, efsta deild karla og skipan neðri deilda.
- Tillaga mótanefndar um nýtt fyrirkomulag 2. deildar kvenna.
- Tillaga dómaranefndar um fjölda leikmannsskiptinga 2022.
- Bréf frá Leikmannasamtökum Íslands/FIFPro.
- Fundargerð síðasta fundar (2276) hefur þegar verið undirrituð með rafrænni undirritun.
- Fundargerðir nefnda voru lagðar fram til kynningar og fluttar voru fréttir af vettvangi ÍTF.
- Dómaranefnd 17. mars 2022.
- Laga- og leikreglnanefnd 18. mars 2022.
- Orri V. Hlöðversson formaður ÍTF flutti fréttir af vettvangi ÍTF.
Haukur Hinriksson leyfisstjóri KSÍ tók sæti á fundinum.
- Leyfismál
- Haukur Hinriksson leyfisstjóri upplýsti stjórn um leyfisferlið fyrir keppnistímabilið 2022. Fundir leyfisráðs KSÍ voru haldnir að venju í marsmánuði og var síðari fundur ráðsins haldinn sl. þriðjudag. Öll 34 félögin innan leyfiskerfisins hafa fengið þátttökuleyfi fyrir keppnistímabilið 2022 en í leyfiskerfinu eru félög í Bestu deildum karla og kvenna og Lengjudeild karla. Umsóknir félaga um þátttökuleyfi 2022 voru samþykkt af leyfisráði með fyrirvara um afgreiðslu stjórnar KSÍ á tillögum mannvirkjanefndar um vallarleyfi fyrir keppnistímabilið 2022.
- Haukur Hinriksson leyfisstjóri skýrði tillögu heilbrigðisnefndar KSÍ að nýrri forskrift vegna læknisskoðunar leikmanna mfl. sem gerð er krafa um í efstu deild karla og efstu deild kvenna í leyfisreglugerð KSÍ. Orri V. Hlöðversson formaður ÍTF skýrði sjónarmið ÍTF í málinu. Stjórn samþykkti tillögu heilbrigðisnefndar en ítrekar að breytingunni fylgi leiðbeinandi upplýsingar til aðildarfélaga.
- Haukur Hinriksson leyfisstjóri skýrði frá ályktun Leyfisráðs um tölfræðigagnavinnslu. Stjórn KSÍ samþykkti að fá tillögur frá Deloitte um útfærslu ásamt tilboði í verkið.
Haukur Hinriksson leyfisstjóri KSÍ vék af fundi.
- Ákvörðun um þingstað ársþings KSÍ 2023.
- Rætt um ársþing 2023 og lagt fram minnisblað frá Tinnu Hrund Hlynsdóttur og Klöru Bjartmarz. Stjórn KSÍ samþykkti að halda næsta ársþing 25. febrúar 2023 á Ísafirði.
- Skipan í embætti og nefndir
- Stjórn KSÍ samþykkti tillögu Vöndu Sigurgeirsdóttur formanns um að skipa Borghildi Sigurðardóttur fyrsta varaformann og Sigfús Ásgeir Kárason annan varaformann.
- Formaður KSÍ lagði fram og skýrði tillögur um skipan í nefndir:
Rekstrarstjórn Laugardalsvallar
Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður
Bryndís Einarsdóttir
Klara Bjartmarz
Kristinn V. Jóhannsson
Kolbeinn Kristinsson
Dómaranefnd
Halldór B. Jóhannsson, formaður
Bragi Bergmann
Bryndís Sigurðardóttir
Frosti Viðar Gunnarsson
Kristinn Guðbrandsson
Fjárhags- og endursk.nefnd
Borghildur Sigurðardóttir, formaður
Sigfús Ásgeir Kárason
Pálmi Haraldsson
Guðlaug Helga Sigurðardóttir
Fræðslu- og útbreiðslunefnd
Helga Helgadóttir, formaður
Gunnar Már Guðmundsson
Sigríður Baxter Þorláksdóttir
Þórður Einarsson
Örn Ólafsson
Starfshópur um útbreiðslumál
Trausti Hjaltason, formaður
Ívar Ingimarsson
Ómar Bragi Stefánsson
Oddný Eva Böðvarsdóttir
Eva Dís Pálmadóttir
Petra Lind Einardóttir
Sigríður Baxter
Laga- og leikreglnanefnd
Sigfús Ásgeir Kárason, formaður
Margrét Hafsteinsdóttir
Lee Ann Maginnis
Gísli Gíslason
Landsliðsnefnd karla (A og U21)
Ívar Ingimarsson, formaður
Unnar Stefán Sigurðsson
Haraldur Haraldsson
Guðbjörg Fanndal Torfadóttir
Birkir Kristinsson
Sigurður Örn Jónsson
Landsliðsnefnd kvenna (A og U21)
Borghildur Sigurðardóttir, formaður
Margrét Ákadóttir
Hildur Jóna Þorsteinsdóttir
Eitt sæti skipað síðar
Unglinganefnd KSÍ (karla og kvenna)
Frestað
Mannvirkjanefnd
Unnar Stefán Sigurðsson, formaður
Bjarni Þór Hannesson
Inga Rut Hjaltadóttir
Jón Runólfsson
Kristján Ásgeirsson
Margrét Leifsdóttir
Viggó Magnússon
Þorbergur Karlsson
Eyrún Linnet
Mótanefnd
Torfi Rafn Halldórsson, formaður
Björn Friðþjófsson
Linda Hlín Þórðardóttir
Sveinbjörn Másson
Vignir Már Þormóðsson
Þórarinn Gunnarsson
Helga Helgadóttir
Baldur Már Bragason
Samninga- og félagaskiptanefnd
Guðlaug Helga Sigurðardóttir, formaður
Gísli Guðni Hall
Guðný P Þórðardóttir
Unnar Steinn Bjarndal, til vara
Ragnar Baldursson, til vara
Tanja Tómasdóttir, til vara
Heilbrigðisnefnd
Reynir Björn Björnsson, formaður
Ásta Árnadóttir
Haukur Björnsson
Róbert Magnússon
Starfshópar
Starfshópur um stefnumótun KSÍ
Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður
Borghildur Sigurðardóttir
Pálmi Haraldsson
Klara Bjartmarz
Ómar Smárason
Starfshópur um varalið, mfl. kv.
Helga Helgadóttir, formaður
Ísleifur Gissurarson
Katla Guðjónsdóttir
Auður S. Ólafsdóttir
Eysteinn Húni Hauksson
Þorsteinn Halldórsson
Ágúst Hreinn Sæmundsson
Gert er ráð fyrir að lokið verði að skipa í nefndir á næsta fundi stjórnar. Á sama fundi verður skipað í fleiri starfshópa.
- Stjórn KSÍ samþykkti að uppfæra starfsreglur stjórnar á þann veg að stjórnar- og nefndarfólki verði gert skylt að undirrita yfirlýsingu um siðareglur og hæfiskröfur. Formenn nefnda eru ábyrgir fyrir því að þetta verði gert og hafa til þess liðsinni starfsmanna viðkomandi nefnda.
- Formönnum nefnda var falið að fara yfir starfsreglur sinnar nefndar og koma með tillögur um breytingar ef við á.
- Stjórn hvetur nefndaformenn til að nýta sér fjarfundabúnað við fundi nefnda.
- Reglugerðarbreytingar.
- Stjórn KSÍ samþykkti tillögu að breytingu á reglugerð KSÍ um aðgönguskírteini.
- Stjórn KSÍ samþykkti tillögu að breytingu á reglugerð KSÍ um knattspyrnumót, 2. flokkur kvenna.
- Stjórn KSÍ samþykkti tillögu að breytingu á reglugerð KSÍ um knattspyrnumót, efsta deild karla og skipan neðri deilda.
- Mannvirkjamál
- Stjórn KSÍ samþykkti tillögu mannvirkjanefndar um atriði er lúta að ljósstyrk flóðlýsinga í reglugerð um knattspyrnuleikvanga og felur laga- og leikreglnanefnd að uppfæra reglugerðina. Fyrir liggur að stjórn ÍTF gerir ekki athugasemdir við tillögu mannvirkjanefndar.
- Mótamál
- Torfi Rafn Halldórsson formaður mótanefndar gaf stjórn skýrslu yfir það sem er efst á baugi í mótamálum.
- Stjórn KSÍ samþykkti breytt fyrirkomulag í 2. deild kvenna.
- Dagskrárlið c, Handbók leikja 2022 var frestað til næsta fundar.
- Stjórn KSÍ samþykkti tillögu dómaranefndar um fjölda leikmannsskiptinga 2023.
- Landsliðsmál
- Formaður KSÍ, Vanda Sigurgeirsdóttir, upplýsti stjórn um hvað er efst á baugi í landsliðsmálum.
- 100 daga áætlun formanns
- Formaður KSÍ, Vanda Sigurgeirsdóttir, upplýsti stjórn um 100 daga áætlun sína.
- Önnur mál
- Framkvæmdastjóri KSÍ, Klara Bjartmarz, upplýsti stjórn um vinnustofu með UEFA 25. og 26. apríl í tengslum við stefnumótun KSÍ.
- Vanda Sigurgeirsdóttir formaður upplýsti stjórn um stöðu mála varðandi nýjan Þjóðarleikvang.
- Lagt var fram erindi frá Leikmannasamtökum Íslands og FIFPro. Stjórn samþykkti að vísa málinu til laga- og leikreglnanefndar til umsagnar.
- Rauði kross Íslands hefur óskað eftir afnotum af aðstöðu á 3ju hæð Laugardalsvallar vegna móttöku flóttamanna. Stjórn KSÍ lýsti yfir fullum stuðningi við málið.
- Stjórn samþykkti skipan jafnréttisfulltrúa í samræmi við aðgerðaáætlun KSÍ vegna jafnréttismála 2022-2025:
Frá skrifstofu: Haukur Hinriksson
Frá stjórn: Tinna Hrund Hlynsdóttir
- Framkvæmdastjóri KSÍ upplýsti stjórn að enn hafi ekki borist svar frá ÍSÍ við fyrirspurn KSÍ um úthlutanir úr afrekssjóði (upphaflega sent ÍSÍ 4. febrúar).
- Tinna Hrund Hlynsdóttir upplýsti stjórn um að á fundi bæjarstjórnar Ísafjarðar 18. mars hefði verið samþykkt tillaga bæjarráðs varðandi viljayfirlýsingu um samstarf Ísafjarðarbæjar og Íþróttafélagsins Vestra vegna byggingu íþróttahúss á Torfnesi á Ísafirði. Stjórn fagnaði framtakinu, sem er mikilvægt skref í að uppfylla brýna þörf á bættri aðstöðu fyrir knattspyrnustarfið á svæðinu.
- Næstu stjórnarfundir:
- 4. apríl
- 26. apríl
- 19. maí
- 9. júní
Fleira var ekki bókað og var fundi slitið kl. 19:10.