Konum í leiðtogahlutverkum fjölgar
Á vef Knattspyrnusambands Evrópu er fjallað um fjölgun kvenna í leiðtogahlutverkum innan knattspyrnuhreyfingarinnar í Evrópu. Á meðal þeirra kvenna sem fjallað er sérstaklega um og rætt við eru Vanda Sigurgeirsdóttir formaður KSÍ og Klara Bjartmarz framkvæmdastjóri KSÍ. Lausleg þýðing af vef UEFA: "Konum í leiðtogahluverkum innan evrópskrar knattspyrnu fer fjölgandi – og nokkrir frumkvöðlar eru öðrum konum sem hafa áhuga á að starfa innan knattspyrnugeirans innblástur".
Smellið hér til að lesa greinina
Konur í fótbolta
Vorið 2021 setti KSÍ í gang verkefnið "Konur í fótbolta" sem miðar að því að fjölga konum í störfum innan knattspyrnuhreyfingarinnar. Um verkefnið segir m.a.:
"Þriðjungur skráðra knattspyrnuiðkenda (leikmanna) á Íslandi er kvenkyns. Þegar kemur að öðrum hlutverkum í knattspyrnuhreyfingunni er hlutfall kvenna mun lægra. Þessu þurfum við að breyta og hvetur KSÍ konur til að ganga til liðs við knattspyrnuhreyfinguna og hefja störf! Sem þjálfarar eða dómarar, sem starfsmenn eða sjálfboðaliðar félaga, og til að vera virkir þátttakendur í knattspyrnuhreyfingunni."
Smellið hér til að skoða "Konur í fótbolta" verkefni KSÍ