U19 karla - Ísland mætir Georgíu á laugardag
Mynd - Hulda Margrét Óladóttir
U19 ára landslið karla mætir Georgíu á laugardag í öðrum leik sínum í milliriðlum undankeppni EM 2022.
Leikurinn hefst kl. 14:30 að íslenskum tíma og fer hann fram á Gradski stadium Velika Gorica í Króatíu. Ísland tapaði fyrsta leik sínum í riðlinum 1-2 gegn Króatíu á meðan Georgía tapaði 1-5 gegn Rúmeníu.
Hægt verður að horfa á leikinn í beinni útsendingu á Mycujoo síðu KSÍ.