U17 kvenna - Ísland mætir Slóvakíu á laugardag
U17 ára landslið kvenna mætir Slóvakíu á laugardag í öðrum leik sínum í milliriðlum undankeppni EM 2022.
Bæði lið gerðu 1-1 jafntefli í fyrsta leik sínum í riðlinum, Ísland gegn Finnlandi og Slóvakía gegn Írlandi. Leikurinn á laugardag fer fram á Richmond Park á Írlandi og hefst hann kl. 12:00 að íslenskum tíma.
Ísland mætir svo Írlandi í síðasta leik sínum í riðlinum á þriðjudag, en það lið sem endar í efsta sæti riðilsins fer áfram í lokakeppni EM 2022.
Hægt verður að sjá leikinn í beinni útsendingu á Youtube rás KSÍ.