Víkingur R. og FH mætast í úrslitum Lengjubikars karla á föstudag
Úrslitaleikur Lengjubikars karla fer fram föstudaginn 25. mars á Víkingsvelli og hefst hann kl. 17:00.
Það eru Víkingur R. og FH sem mætast í úrslitaleiknum og verður frítt á völlinn. Víkingur R. vann 1-0 sigur gegn KR í undanúrslitum á meðan FH vann góðan 3-1 sigur gegn Stjörnunni.
KR er ríkjandi Lengjubikarmeistari karla eftir að hafa unnið 2-1 sigur gegn ÍA árið 2019, en ekki hefur tekist að klára mótið síðustu tvö ár vegna stöðu COVID-19 í samfélaginu. Það er því ljóst að nýir meistarar verða krýndir á föstudag.
Aðgangur ókeypis - Allir á völlinn!