• fim. 24. mar. 2022

U21 karla - Ísland mætir Portúgal á föstudag

U21 árs landslið karla mætir Portúgal á föstudag í undankeppni EM 2023.

Leikurinn fer fram á Estádio Municipal de Portimao í Portúgal og hefst hann kl. 20:15 að íslenskum tíma. Ísland er í fjórða sæti riðilsins með sjö stig eftir fimm leiki á meðan Portúgal er í því efsta með fullt hús stiga, 15 stig eftir fimm leiki.

Íslenska liðið leikur tvo leiki núna í mars, en eftir leikinn gegn Portúgal ferðast liðið til Kýpur þar sem þeir mæta heimamönnum á þriðjudag.

Ísland og Portúgal hafa aðeins einu sinni mæst í þessum aldursflokki og var það fyrri leikur liðanna í undankeppni EM 2023. Sá leikur fór fram á Víkingsvelli 12. október 2021 og vann Portúgal leikinn 1-0.

Leikurinn verður í beinni útsendingu á Mycujoo vef KSÍ.

Mycujoo vefur KSÍ