U17 kvenna - Jafntefli í fyrsta leik gegn Finnlandi
U17 ára landslið kvenna gerði 1-1 jafntefli gegn Finnlandi í fyrsta leik liðsins í milliriðlum undankeppni EM 2022.
Riðillinn er leikinn á Írlandi, en einnig eru Írland og Slóvakía í honum. Katla Tryggvadóttir kom Ísland yfir á 15. mínútu af vítapunktinum en Finnar jöfnuðu undir lok fyrri hálfleiks og þar við sat.
Ísland mætir Slóvakíu á laugardaginn og hefst leikurinn kl. 12:00 að íslenskum tíma.