Konur 20% fulltrúa á ársþingi KSÍ
Eins og fram kemur í átaksverkefni KSÍ "Konur í fótbolta" þá er þriðjungur skráðra knattspyrnuiðkenda (leikmanna) á Íslandi kvenkyns, en þegar kemur að öðrum hlutverkum í knattspyrnuhreyfingunni er hlutfall kvenna mun lægra.
Fyrir síðustu þrjú ársþing hefur stjórn KSÍ sérstaka hvatningu til aðildarfélaga um að huga að kynjaskiptingu við val á þingfulltrúum. Úr varð að á þinginu, sem haldið var á Ólafsvík, voru fleiri konur þingfulltrúar en nokkru sinni fyrr. Á þinginu 2021 fjölgaði konum aftur og á nýliðnu ársþingi var nýtt met sett.
Á ársþingi KSÍ sem fram fór að Ásvöllum í Hafnarfirði þann 26. febrúar síðastliðinn voru konur 20% þingfulltrúa, eða 30 af 149 þingfulltrúum alls. Aldrei fyrr hafa jafn margar konur verið þingfulltrúar.
Mynd: Hulda Margrét