Elísabet Ósk ráðin á knattspyrnusvið
KSÍ hefur ráðið Elísabetu Ósk Guðmundsdóttur á knattspyrnusvið á skrifstofu. Meginverkefni Elísabetar, sem hefur störf síðar í mánuðinum, eru tengd A landsliði kvenna og öðrum landsliðum, og heilbrigðismálum.
Elísabet, sem er með Bachelor-gráðu í viðburða- og íþróttastjórnun, hefur verið búsett í Ástralíu síðustu 11 ár. Frá árinu 2018 hefur hún starfað á afrekssviði Sundsambands Ástralíu þar sem hún hefur m.a. unnið með landsliðum við skipulag og fararstjórn æfinga- og keppnisferða, auk annarra verkefna tengdum afreksíþróttafólki, og að skipulagi og stjórnun keppnismóta og annarra viðburða.
KSÍ býður Elísabetu velkomna til starfa.