• fös. 04. mar. 2022
  • Fræðsla

Heilahristingsráðstefna

Fræðslunefnd Félags sjúkraþjálfara, Háskólinn í Reykjavík og Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands efna til heilahristingsráðstefnu þann 30. apríl - 1. maí 2022.

Ráðstefnan er ætluð heilbrigðisstarfsfólki og öðrum fagaðilum sem hafa áhuga á meðhöndlun eftir heilahristing. Tilgangur ráðstefnunnar er að veita sérhæfða fræðslu ásamt því að veita fagfólki innsýn í það nýjasta í klínsískri meðhöndlun eftir heilahristing.

Seinni dagurinn mun verða opin öllum og er íþróttafólk, þjálfarar og aðstandendur hvattir til að mæta.

Eftirfarandi eru hlekkir á skráningu:

Skráning á báða dagana: https://www.sjukrathjalfun.is/fagmal/vidburdir-namskeid-og-skraning/namskeid/kaupa/125

Skráning á seinni daginn: https://www.sjukrathjalfun.is/fagmal/vidburdir-namskeid-og-skraning/namskeid/kaupa/128