Háttvísiverðlaun og Drago styttur - Prúðustu liðin 2021
Árlegar viðurkenningar KSÍ fyrir háttvísi og prúðmennsku til liða eru jafnan afhentar í aðdraganda ársþings. Í öllum tilvikum viðurkenninga er stuðst við fjölda gulra og rauðra spjalda.
Drago-stytturnar eru veittar háttvísustu liðunum í tveimur efstu deildum karla. Breiðablik hlýtur Drago-styttuna fyrir árið 2021 í Pepsi Max deild karla og Þróttur R. hlýtur styttuna í Lengjudeild karla.
Þróttur R. var prúðasta liðið í Pepsi Max deild kvenna síðastliðið keppnistímabil. Augnablik var með prúðasta liðið í Lengjudeild kvenna og KH í 2. deild kvenna. Í 2. deild karla var ÍR prúðasta liðið, Höttur/Huginn og Sindri deila með sér heiðrinum í 3. deild karla og í 4. deild karla voru liðsmenn KFB prúðastir.
Myndir frá afhendingum viðurkenninga
Nik Chamberlain, þjálfari Þróttar í Pepsi Max deild kvenna, og Vanda Sigurgeirsdóttir formaður KSÍ.
Höskuldur Gunnlaugsson fyrirliði Breiðabliks í Pepsi Max deild kverna, og Vanda Sigurgeirsdóttir formaður KSÍ.
Nik Chamberlain tók við verðlaunum Þróttar vegna prúðmennsku í Lengjudeild karla, hann er hér ásamt Vöndu Sigurgeirsdóttur formanni KSÍ.
Klara Bjartmarz framkvæmdastjóri KSÍ, og Hrafnhild Eir Hermóðsdóttir framkvæmdastjóri ÍR sem tók við verðlaunum vegna 2. deildar karla.
Kristófer Einarsson sem tók við verðlaunum Hattar/Hugins vegna 3. deildar karla, og vanda Sigurgeirsdóttir formaður KSÍ.
Garðar Geir Hauksson (til vinstri) og Þórir Bjarni Traustason (fyrir miðju) tóku við verðlaunum fyrir 4. deild karla frá Vöndu Sigurgeirsdóttur formanni KSÍ.
Magnús Harðarson frá KH tók við verðlaunum fyrir 2. deild kvenna frá Klöru Bjartmarz framkvæmdastjóra KSÍ.
Arnar Ósk Harðardóttir tók við verðlaunum Sindra vegna 3. deildar karla.
Kristrún Lilja Daðadóttir frá Augnabliki tók við verðlaunum fyrir Lengjudeild kvenna, það var Arnar Þór Viðarsson sviðsstjóri knattspyrnusviðs KSÍ sem afhenti.