A kvenna mætir Bandaríkjunum á miðvikudag
A kvenna mætir Bandaríkjunum aðfararnótt fimmtudags að íslenskum tíma í síðasta leik liðsins á SheBelieves Cup.
Leikurinn fer fram á Toyota Stadium í Frisco, Dallas og hefst hann kl. 02:08 aðfararnótt fimmtudagsins að íslenskum tíma. Hann verður í beinni útsendingu á RÚV.
Ísland hefur unnið báða leiki sína á mótinu fram til þessa, 1-0 gegn Nýja Sjálandi og 2-1 gegn Tékklandi. Bandaríkin gerðu markalaust jafntefli við Tékkland í fyrsta leik sínum, en unnu Nýja Sjáland 5-0. Ísland er því í efsta sæti mótsins með sex stig fyrir lokaumferðina.
Þetta verður í fimmtánda sinn sem þjóðirnar mætast, en Íslandi hefur aldrei tekist að sigra Bandaríkin. Tveir leikir hafa endað með jafntefli og 12 með sigri Bandaríkjanna. Þjóðirnar mættust síðast á Algarve Cup árið 2015 og endaði sá leikur með markalausu jafntefli.
Hægt er að fylgjast með íslenska liðinu í gegnum samfélagsmiðla KSÍ: