A kvenna - 2-1 sigur gegn Tékklandi
Ísland vann 2-1 sigur gegn Tékklandi í öðrum leik sínum á SheBelieves Cup í Bandaríkjunum.
Þetta er annar sigur liðsins í jafnmörgum leikjum, en Ísland mætir Bandaríkjunum í síðasta leik sínum á mótinu á miðvikudag. Bandaríkin gerðu jafntefli við Tékkland áður en þær unnu Nýja Sjáland í öðrum leik sínum og eru því með fjögur stig.
Íslenska liðið byrjaði vel og skoraði Natasha Moraa Anasi fyrsta mark leiksins, og fyrsta mark sitt með A landslið kvenna, eftir 11 mínútur þegar hún stangaði boltann í netið. Frábær skalli og Ísland komið yfir. Nokkrum mínútum síðar tvöfaldaði Selma Sól Magnúsdóttir forystuna eftir góða sendingu frá Karólínu Leu Vilhjálmsdóttir. Stelpurnar hefðu vel getað skorað fleiri mörk í fyrri hálfleik, en 2-0 forysta staðreynd í hálfleik.
Tékkland komu sterkar út í síðari hálfleikinn og héldu boltanum vel, en þeim tókst ekki að koma boltanum framhjá Telmu Ívarsdóttur í marki Ísland. Telma var að leika fyrsta landsleik sinn fyrir A landslið kvenna í leiknum. Íslenska liðið hefði einnig getað bætt við mörkum, en það voru Tékkar sem skoruðu þriðja mark leiksins og minnkuðu muninn í 2-1 þegar um fimm mínútur voru eftir af leiknum. Lengra komust þær ekki og góður 2-1 sigur því staðreynd fyrir Ísland.
Með sigrinum er Ísland í lykilstöðu fyrir síðasta leik mótsins þar sem þær mæta Bandaríkjunum. Leikurinn fer fram á Toyota Stadium í Frisco, Dallas, á miðvikudag og hefst hann kl. 02:08 og verður í beinni útsendingu á RÚV.