A kvenna mætir Tékklandi í Bandaríkjunum á sunnudag
A landslið kvenna mætir Tékklandi á sunnudag í öðrum leik sínum í SheBelieves Cup sem fram fer í Bandaríkjunum. Íslenska liðið vann eins marks sigur á Nýja-Sjálandi í fyrsta leik sínum en Tékkland og Bandaríkin gerðu markalaust jafntefli í hinum leik mótsins.
Skoða stöðuna í mótinu og leikina
Ísland og Tékkland hafa mæst fimm sinnum áður í A landsliðum kvenna og hefur íslenska liðið unnið einu sinni, fjögurra marka sigur sem kom á Laugardalsvellinum í undankeppni HM í október. Liðin mætast svo aftur í apríl, og þá í Tékklandi.
Leikurinn á sunnudag fer fram á Dignity Health Sports Park í Los Angeles eins og fyrsti leikurinn, hefst kl. 23:20 að íslenskum tíma og er í beinni útsendingu á Viaplay. Fyrir leik Íslands og Tékklands mætast Bandaríkin og Nýja-Sjáland á sama velli. Síðasta umferð mótsins verður svo leikin á Toyota Stadium í Dallas, Texas.
Hægt er að fylgjast með íslenska liðinu í gegnum samfélagsmiðla KSÍ: