• mið. 16. feb. 2022

2274. fundur stjórnar KSÍ - 10. febrúar 2022

2274. fundur stjórnar Knattspyrnusambands Íslands var haldinn fimmtudaginn 10. febrúar 2022 og hófst kl. 16:00.

Mættir stjórnarmenn: Vanda Sigurgeirsdóttir formaður, Borghildur Sigurðardóttir varaformaður, Valgeir Sigurðsson varaformaður, Ásgrímur Helgi Einarsson, Guðlaug Helga Sigurðardóttir, Helga Helgadóttir, Ingi Sigurðsson og Unnar Stefán Sigurðsson.

Mættir varamenn í stjórn: Margrét Ákadóttir.

Mættir á teams: Þóroddur Hjaltalín og Sigfús Ásgeir Kárason.

Fjarverandi: Kolbeinn Kristinsson varamaður í stjórn og Orri V. Hlöðversson.

Mættur framkvæmdastjóri: Klara Bjartmarz sem ritaði fundargerð.

Fundargögn:

  • Dagskrá stjórnarfundar 2273
  • Fundargerð stjórnarfundar 2273
  • Minnisblað með fjárhagsáætlun 2022
  • Minnisblað með yfirliti yfir verðlaun og viðurkenningar í tengslum við ársþing
  • Tillaga heilbrigðisnefndar KSÍ um breytta forskrift í leyfiskerfi
  • Bréf ÍSÍ og svarbréf KSÍ vegna úthlutana úr afrekssjóði ÍSÍ
  • Tillaga mótanefndar um niðurröðun í 2. deild kvenna og 4. deild karla
  • Tillaga mótanefndar um keppnisfyrirkomulag í 2. fl. kvenna
  • Tillaga um dagskrá málþings
  • Tillögur að vallarleyfum 2022
  1. Fundargerðir 2271, 2272 og 2273 voru undirritaðar.
    1. Fundargerðir nefnda voru lagðar fram til kynningar.
    2. Fundargerð fjárhags- og endurskoðunarnefndar 7. febrúar 2022.
    3. Fundargerð landsliðsnefndar karla 9. febrúar 2022.
    4. Fundargerð mótanefndar 25. janúar og 9. febrúar 2022.
    5. Fundargerð mannvirkjanefndar 1. febrúar 2022.
    6. Lið 2. e, Fréttir frá ÍTF var frestað.

  2. Ársþing KSÍ
    1. Klara Bjartmarz framkvæmdastjóri kynnti drög að fjárhagsáætlun 2022 og minnisblað um helstu breytingar á áætlun frá síðasta fundi. Stjórn samþykkti framkomnar breytingar á fjárhagsáætlun.
    2. Klara Bjartmarz framkvæmdastjóri kynnti drög að ársreikningi 2021.
    3. Vanda Sigurgeirsdóttir formaður kynnti drög að dagskrá málþings.
    4. Stjórn staðfesti viðurkenningar fyrir síðasta starfsár og ræddi um heiðursmerki KSÍ. Framkvæmdastjóra falið að gera tillögu um heiðursveitingar til stjórnar.
    5. Ársskýrsla KSÍ og skýrslur nefnda lagðar fram til kynningar.
    6. Stjórn KSÍ gaf framkvæmdastjóra umboð til að bjóða gestum til þings í samræmi við grein 9.9 í lögum KSÍ.
    7. Fulltrúar UEFA á þinginu verða þau Kevin Lamour (Deputy General Secretary) og Emily Shaw (Head of Executive Office). Fulltrúar FIFA verða þau Laura Dijak (Senior MA Governance Manager) og Nodar Akhalkatsi (Director Member Associations Europe).

  3. Lög og reglugerðarbreytingar.
    1. Rætt um tillögur um lagabreytingar og þingsályktunartillögur sem stjórn leggur fram á ársþingi:
    2. Lagabreyting, gr. 33
    3. Þingsályktunartillaga - efsta deild karla
    4. Þingsályktunartillaga - efsta deild kvenna
    5. Þingsályktunartillaga - 1. deild karla / Lengjudeild karla
    6. Þingsályktunartillaga - neðri deildir karla
    7. Þingsályktunartillaga - bikarkeppni neðri deilda
    8. Lögð var fram tillaga frá heilbrigðisnefnd KSÍ til stjórnar KSÍ að nýrri forskrift vegna læknisskoðunar leikmanna mfl. sem gerð er krafa um í efstu deild karla og efstu deild kvenna í leyfisreglugerð KSÍ. Stjórn samþykkti að senda tillöguna til ÍTF til umsagnar.

  4. Afrekssjóður ÍSÍ
    1. Lagt fram svarbréf ÍSÍ til KSÍ þar sem fram kemur að KSÍ fær ekki úthlutun úr afrekssjóði ÍSÍ 2022. KSÍ hefur þegar sent ÍSÍ erindi og óskað skýringa. Svarbréf KSÍ var lagt var fram til kynningar. Beðið er svara ÍSÍ.

  5. Mótamál
    1. Valgeir Sigurðsson formaður mótanefndar gaf stjórn yfirlit yfir stöðu mála í mótamálum.
    2. Stjórn KSÍ samþykkti tillögu mótanefndar KSÍ um riðlaskiptingu í 4. deild karla og 2. deild kvenna.
    3. Stjórn samþykkti að fela mótanefnd að kanna grundvöll þess að taka upp keppni í flokki 60 ára og eldri karla.
    4. Stjórn KSÍ samþykkti tillögu um breytingar á keppnisfyrirkomulagi í 2. fl. kvenna og fól laga-og leikreglnanefnd að undirbúa nauðsynlegar reglugerðarbreytingar.

  6. Mannvirkjamál
    1. Dagskrárlið 7a, umfjöllun um atriði er lúta að reglugerð um knattspyrnuleikvanga, var frestað þar sem umbeðin umsögn ÍTF hefur ekki borist.
    2. Stjórn samþykkti tillögu mannvirkjanefndar um vallarleyfi.
    3. Tekin var fyrir beiðni frá KA um vallarleyfi fyrir KA völl. Stjórn vísaði erindinu til umsagnar til mannvirkjanefndar. Málið verður tekið til afgreiðslu á næsta stjórnarfundi.

  7. Önnur mál
    1. Vanda Sigurgeirsdóttir formaður upplýsti stjórn um stöðu mála hvað varðar þjóðarleikvang.
    2. Á fundi stjórnar lá fyrir yfirferð Jafnréttisstofu á þeirri jafnréttisáætlun er samþykkt var á árinu 2021. Ábendingar Jafnréttisstofu voru teknar inn í uppfærða áætlun og samþykkti stjórn KSÍ jafnréttisáætlun KSÍ fyrir árin 2022-2025.

Næsti fundur verður 25. febrúar 2022.

Fleira var ekki bókað og var fundi slitið kl. 18:30.