A landslið kvenna komið til Bandaríkjanna
A landslið kvenna kom saman í Los Angeles í Kaliforníu á mánudag til að hefja undirbúning fyrir SheBelieves Cup, en liðið leikur þar þrjá leiki. Auk Íslands taka þátt í þessu sterka móti lið Bandaríkjanna, Nýja-Sjálands og Tékklands.
Fyrsti leikur Íslenska liðsins er gegn Nýja-Sjálandi. Leikurinn er í beinni útsendingu á Viaplay og hefst kl. 01:00 að íslenskum tíma þann 18. febrúar (að staðartíma í Kaliforníu er leikurinn hins vegar kl. 17:00 á fimmtudeginum). Leikurinn fer fram á Dignity Health Sports Park, sem er heimavöllur LA Galaxy. Á eftir leik Íslands og Nýja-Sjálands mætast síðan Bandaríkin og Tékkland á sama leikvangi.
Þetta er í fyrsta sinn sem Ísland tekur þátt í SheBelieves Cup. Fyrstu tveir leikir íslenska liðsins, gegn Nýja-Sjálandi og Tékklandi, fara fram á Dignity Health Sports Park og verða í beinni útsendingu á Viaplay, en sá þriðji, gegn Bandaríkjunum, verður beint á RÚV, og fer sá leikur fram á Toyota Stadium í Dallas, Texas.
Smellið hér að neðan til að skoða mótið nánar og fréttir af A landsliði kvenna.