• mán. 14. feb. 2022
  • Landslið
  • A kvenna

Vinningshafar í jóladagatals leik Vodafone og KSÍ

Mynd - Hulda Margrét Óladóttir

Búið er að draga út vinningshafa í leik Vodafone og KSÍ sem tengist jóladagatali sem gefið var út í lok síðasta árs.

Á annað hundrað innsendinga bárust og var gaman að sjá þann metnað sem þátttakendur settu í að stilla upp réttum byrjunarliðum. Dagatalið er framleitt á Íslandi og inniheldur 24 númeruð umslög með 48 fótboltaspjöldum sem skarta myndum og fróðleik um íslenskar landsliðskonur fyrr og nú.

Dagatalið er frábær leið til að kynnast stelpunum í landsliðinu betur áður en þær halda á EM á Englandi á næsta ári.

Framleiðsla, hönnun og efnisöflun var í höndum Berglindar Ingvarsdóttur og Þorbjargar Helgu Ólafsdóttur. Hugmyndin kemur einnig frá Berglindi og Þorbjörgu Helgu sem bjuggu til dagatal með 24 bestu fótboltakonum í heimi fyrir jólin 2020 fyrir fjáröflun dætra sinna sem spila í yngri flokkum Þróttar R. Það hefur verið klár vöntun á fótboltaspjöldum í kvennaboltanum og er þessi útgáfa því frábær viðbót við það sem hefur verið í boði hingað til.

Vodafone var sérstakur samstarfsaðili verkefnisins.

Nöfn vinningshafa má finna hér að neðan, en búið er að hafa samband við vinningshafa.

KSÍ og Vodafone þakka öllum sem sendu inn kærlega fyrir þátttökuna! Áfram Ísland.

Vinningshafar

Aðalvinningur - Apple watch frá Vodafone og árituð treyja

Ísold Hallfríðar Þórisdóttir

Aukavinningur - árituð landsliðstreyja

Hildur Inga Þ. Gröndal

Elmar Bragason

Eva Júlía

Ásdís Fjóla Víglundsdóttir

Elsa Margrét Aðalgeirsdóttir

Aukavinningur - gjafapoki frá fyririsland.is

Benjamín Orri

Ingibjörg Anna Sigurjónsdóttir

Heiða Laufey Sævarsdóttir

Elísa Þórðardóttir

Hafdís Nína Elmarsdóttir

Helena Vilborg Friðriksdóttir

Emma Hjálmarsdóttir

Hildur Ósk Úlfarsdóttir

Júlía Karen Magnúsdóttir

Nadís Nótt Brooks Arnardóttir