• fös. 11. feb. 2022

Kristinn V. Jóhannsson vallarstjóri ársins 2021 hjá SÍGÍ

Kristinn V. Jóhannsson, vallarstjóri Laugardalsvallar, var á dögunum valinn vallarstjóri ársins 2021 í flokki knattspyrnuvalla.

Þetta var tilkynnt á aðalfundi SÍGÍ, samtaka íþrótta- og golfvallastarfsmanna á Íslandi, en hann fór fram fimmtudaginn 10. febrúar.

Þetta er í fimmta skiptið sem Kristinn fær þessi verðlaun.

Til hamingju Kristinn!