A deild Lengjubikars karla fer af stað á miðvikudag
A deild Lengjubikars karla fer af stað á miðvikudag með tveimur leikjum.
Valur og Þróttur V. mætast á Origo vellinum og Keflavík og Leiknir R. í Nettóhöllinni. Báðir leikirnir hefjast kl. 19:00, en leikur Keflavíkur og Leiknis R. verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.
Fjöldi leikja verða svo um helgina í deildinni. Ekki tókst að klára keppnina á síðasta ári vegna heimsfaraldurs COVID-19, en keppni var aflýst þegar átti aðeins eftir að leika undanúrslit og úrslit. Breiðablik og Keflavík áttu að mætast ásamt Val og Stjörnunni. Árið 2020 tókst ekki heldur að klára Lengjubikarinn og eru því KR enn ríkjandi meistarar, en þeir unnu 2-1 sigur gegn ÍA í úrslitaleik keppninnar árið 2019.