• fös. 04. feb. 2022
  • Fræðsla

Hefur þú áhuga á leikgreiningu?

Kynning á Hudl High Performance Workflows, sem er hágæða tól fyrir hvers kyns greiningarvinnu

Miðvikudaginn 9. febrúar næstkomandi kl. 11:30-13:00 stendur KSÍ fyrir kynningu á Hudl High Performance Workflows í Háskólanum í Reykjavík (stofu M101), en Hudl er hágæða tól fyrir hvers kyns greiningarvinnu. Kynningin er haldin í framhaldi af blaðamannafundi KSÍ í síðustu viku þar sem m.a. voru kynnt ýmis verkefni og greiningarvinna sem Grétar Rafn Steinsson, tæknilegur ráðgjafi knattspyrnusviðs KSÍ, heldur utan um, en Hudl er einmitt eitt af þeim verkefnum.

Á viðburðinum í HR kynna þeir Austin Fuller og Tom Goodall starfsemi og virkni Hudl High Performance workflows, auk þess að fara yfir stefnur og strauma í leikgreiningu og mikilvægi gagna (data) í greiningarvinnu. Báðir hafa þeir áralanga reynslu af greiningarvinnu í knattspyrnu, m.a. hjá enska knattspyrnusambandinu, Derby County, Swansea og fleiri félögum og samtökum.

Viðburðurinn er öllum opinn en er þó sérstaklega miðaður að knattspyrnuþjálfurum og öðrum sem hafa sérstakan áhuga á leikgreiningu og hefðu jafnvel áhuga á að gerast leikgreinendur.

Hér að neðan eru frekari upplýsingar um Hudl, um kynninguna og þá Austin Fuller og Tom Goodall, og þar er jafnframt hlekkur á eyðublað sem áhugasamir aðilar eru hvattir til að skoða og fylla út.

Frekari upplýsingar

Smelltu hér til að skrá þig á viðburðinn: https://forms.gle/sSZfNue43FeD2Ayk8