Margrét Magnúsdóttir ráðin þjálfari U19 kvenna
KSÍ hefur ráðið Margréti Magnúsdóttur sem þjálfara U19 landsliðs kvenna og hefur hún þegar hafið störf. Margrét verður jafnframt aðstoðarþjálfari U17 landsliðs kvenna.
Margrét hefur lokið UEFA A (KSÍ A) og UEFA Youth Elite (KSÍ Afreksþjálfun unglinga) knattspyrnuþjálfaragráðum, er með stúdentspróf í íþróttafræði frá Fjölbraut í Breiðholti og BS gráðu í íþróttafræði frá Háskólanum í Reykjavík. Hún hefur m.a. starfað sem afreksþjálfari og yfirþjálfari yngri flokka kvenna hjá Val og sem yfirþjálfari yngri flokka kvenna hjá Fylki, auk þess að að gegna starfi aðstoðarþjálfara meistaraflokks kvenna hjá Fylki árin 2019 og 2020.
Sem leikmaður lék Margrét upp yngri flokka Vals og á leiki í meistaraflokki með Val, Fjölni, Fylki, Grindavík og Fram.
KSÍ býður Margréti velkomna til starfa.