• fös. 07. jan. 2022
  • Fræðsla

KSÍ C 2 þjálfaranámskeið – 2022

FRESTAÐ - Fyrirhuguðum KSÍ C 2 þjálfaranámskeiðum í janúar og febrúar (sjá hér að neðan) hefur verið frestað.  Ný dagsetning verður auglýst fljótlega.

Knattspyrnusamband Íslands mun halda KSÍ C 2 þjálfaranámskeið í janúar og febrúar. Fyrra námskeiðið verður helgina 29.-30. janúar og það síðara helgina 5.-6. febrúar.

Þátttakendur fá aðgang að kennsluforritinu Canvas viku áður en námskeiðið hefst. Þá viku þurfa þátttakendur að nýta til undirbúnings, horfa á fyrirlestra, svara spurningum úr einstaka fyrirlestrum og undirbúa umræðuefni.

Ath. – skráningu lýkur því viku fyrir námskeið.


Drög að dagskrá er að finna hér að neðan. Dagskráin er birt með fyrirvara um breytingar.

Drög að dagskrá

Námskeiðsgjald er 24.000 kr.

Þátttökurétt hafa allir sem klárað hafa KSÍ C 1 / KSÍ I þjálfaranámskeið og aldurstakmark er 16 ára (árg. 2006).

Markmið KSÍ C þjálfaranámskeiðsins er að gefa þjálfurum tæki og tól til að:

- Búa börnum og unglingum öruggt umhverfi til að stunda knattspyrnu
- Skipuleggja æfingar
- Efla færni sína í þjálfun/kennslufræði
- Bjóða iðkendum upp á æfingar við hæfi

Skráning:

29.-30. janúar (skráningu lýkur 20. janúar): https://forms.gle/arESZ659zdizs3aP8
5.-6. febrúar (skráningu lýkur 27. janúar): https://forms.gle/2mU5kruiBvtB8XcB8