• fim. 06. jan. 2022
  • Leyfiskerfi

Vel sóttur vinnufundur með leyfisfulltrúum félaga

Endurskoðendur og leyfisfulltrúar sóttu rafrænan fjarfund í gegnum TEAMS

Árlegur vinnufundur með endurskoðendum og leyfisfulltrúum félaga var haldinn miðvikudaginn 5. janúar sl. Fundurinn, sem stóð yfir í u.þ.b. 50 mínútur, var haldinn með hjálp fjarfundarbúnaðar Microsoft Teams. Fundurinn var vel sóttur af fulltrúum félaga sem undirgangast leyfiskerfi KSÍ.

Á fundinum fór Haukur Hinriksson, leyfisstjóri KSÍ yfir praktísk atriði og þær breytingar sem orðið hafa á leyfisreglugerð KSÍ á árinu 2021. Birna María Sigurðardóttir, endurskoðandi hjá Deloitte, fór yfir áhersluatriði við skil á fjárhagsgögnum á nýju leyfistímabili. Þá fór Reynir Björn Björnsson, formaður heilbrigðisnefndar KSÍ, yfir þær kröfur sem leyfiskerfið gerir til læknisskoðunar í efstu deild karla og kvenna.

Hér fyrir neðan má nálgast glærukynningar frá vinnufundi 2022.

Glærukynningar:

Vinnufundur fyrir leyfisferlið 2022 (Haukur Hinriksson)

Fjárhagslegir þættir (Birna María Sigurðardóttir)