Metár hjá Komdu í fótbolta með Mola
Verkefnið "Komdu í fótbolta með Mola" var í gangi síðastliðið sumar og var það tvöfalt stærra í sniðum en árin 2019 og 2020. Moli, Siguróli Kristjánsson, fór í 60 heimsóknir um allt land og hitti rúmlega 1.200 börn.
Árið 2021 var farið á 26 nýja staði frá árunum á undan og því tók fjöldi barna sem mættu á viðburðina mikinn kipp. Allsstaðar þar sem Moli mætti með Panna völlinn var mikil gleði og ánægja og var stór hluti barnanna að koma þriðja árið í röð.
Markmið verkefnisins er að heimsækja minni sveitarfélög og hitta börnin á svæðinu. Með í för er svokallaður Panna-völlur, sem vekur allsstaðar lukku, og svo gefur Moli börnunum einnig litlar gjafir. Þetta árið útvegaði Landsbankinn gjafir og fengu börnin flís hálskraga.
Myndir úr verkefninu má finna á slóðinni hér að neðan:
Myndir - Komdu í fótbolta með Mola 2021
Frekar upplýsingar um verkefnið, og myndir, má finna á vef KSÍ.
Staðirnir sem Moli heimsótti